Erlent

Raf­magns­laust eftir á­rásir Rússa

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Dimmt var í Kænugarði í nótt.
Dimmt var í Kænugarði í nótt. Getty/Aktas

Rafmagnsleysi er víða í vesturhluta Úkraínu vegna eldflaugaárásir Rússa í nótt en þeir eru sagðir hafa ráðist á orkuinnviðum. Takmarkanir eru á rafmagnsnotkun í Úkraínu.

Guardian greinir frá því að Rússar hafi einbeitt sér sérstaklega að orkuinnviðum síðustu vikuna enda vetur í nánd með tilheyrandi kulda. Volódímír Selenskíj forseti Úkraínu segir að um 30 prósent af raforkuverum hafi verið eyðilögð síðan innrásin hófst.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa meðal annars deilt rafmagni niður á íbúa í Kænugarði, Chernihiv, Poltava, Dnipropetrovosk og Zaporizhzhya. Íbúar hafa einnig sjálfviljugir minnkað orkunotkun sína til muna vegna árásanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×