Telur ólíklegt að höfuðpaurarnir sleppi mikið betur í Landsrétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2022 21:01 Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Afbrotafræðingur telur ólíklegt að þungir dómar höfuðpaura í sögulegu fíkniefnamáli verði mildaðir að ráði. Þá telur hún ekki ástæðu til að rýmka refsirammann, þó að umfang og tíðni fíkniefnabrota færist í aukana. Næstum tvöfalt fleiri fíkniefnabrot hafa verið skráð á Keflavíkurflugvelli það sem af er ári en allt árið í fyrra. Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét. Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Tveir voru dæmdir í tólf ára fangelsi í Saltdreifaramálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málinu hefur verið lýst sem einu umfangsmesta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur 12 ára refsiramminn einu sinni áður verið fullnýttur í fíkniefnamáli. Það var árið 2002 þegar Austurríkismaðurinn Kurt Fellner var dæmdur í 12 ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innflutning á næstum 70 þúsund e-töflum. Dómurinn yfir Fellner var þó mildaður í níu ár - og sú virðist einmitt almennt reglan í þungum fíkniefnadómum síðustu ára. Saltdreifaradómum verður áfryjað - og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur telur að hann verði mildaður í Landsrétti. „Það kæmi mér ekki á óvart. Mér þykir þó ekki líklegt að aðalhöfuðpaurarnir, að þeir dómar verði mildaðir að einhverju ráði.“ Málið er sögulegt að umfangi og þá er einmitt rannsókn nýlokið í öðru máli, stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Þetta eru mál sem opnað hafa markaðinn fyrir aðra og ljóst er að lögregla hefur áhyggjur; í nýbirtri skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram mikil aukning á tilraunum til fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll. Það sem af er þessu ári eru skráð 107 brot en voru 63 allt árið í fyrra. Væri ef til vill tilefni til að rýmka refsirammann í ljósi þessa? „Dómar í fíkniefnamálum á Íslandi eru hlutfallslega þungir í samnburði við aðra brotaflokka og í samanburði við það sem er að gerast í öðrum löndum. Og það er ekki endilega skýrt að þynging refsinga muni leiða til þess að við sjáum færri brot. Þannig að, ekki endilega,“ segir Margrét.
Dómsmál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09 Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. 20. október 2022 20:09
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn var því verið fullnýttur. 20. október 2022 15:42
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01