Dómar í saltdreifaramálinu þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2022 20:09 Ráðgert er að verjendur muni áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar á næstu dögum. Vísir Þyngstu dómar sem fallið hafa í fíkniefnamáli hér á landi féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það voru tveir sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða sem hlutu dómana, sem hljóða upp á tólf ára fangelsi. Þrír aðrir voru dæmdir í fangelsi og verjendur hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum. Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Fimm voru ákærðir og sakfelldir í málinu en um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál sem hefur komið upp hér á landi. Málið varðar annars vegar innflutning mikils magns amfetamínbasa og hins vegar umfangsmikla kannabsiræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu. Málinu hefur verið lýst af lögreglu sem einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar en lagt var hald á gífurlegt magn fíkniefna og var götuvirði efnanna talið nema 1,7 milljarði króna. Ráðgera að áfrýja á næstu dögum Halldór Margeir Ólafsson og Ólafur Ágúst Hraundal hlutu báðir tólf ára dóm fyrir aðild þeirra að málinu, sem er þyngsti mögulegi dómur fyrir fíkniefnalagabrot. Guðlaugur Arnar Guðmundsson og Guðjón Sigurðsson hlutu tíu ára fangelsisdóm en Geir Elí Bjarnason hlaut tveggja ára dóm fyrir hans aðild. „Varðandi þátt umbjóðanda míns liggja ekki fyrir nein fíkniefni, það er að segja, það eru bara hugmyndir að það hafi verið framleidd svo og svo mörg kíló af fíkniefnum úr svo og svo mörgum lítrum af amfetamínbasa. En þetta eru mjög þungir dómar, mjög þungir dómar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars. Verður áfrýjað? „Já alveg örugglega, alveg örugglega,“ segir Sigurður og bætir við að líklega verði það gert á allra næstu dögum. Dómur í takt við kröfur ákæruvaldsins Ákæruvaldið studdist mikið við dulkóðuð gögn sem bárust lögregluyfirvöldum hér á landi frá Europol árið 2020. Í gögnunum mátti rekja samskipti Íslendinga á samskiptaforritinu Encrochat, sem fréttastofa hefur fjallað ítarlega um. Sigurður segir ekkert haldbært hafa legið fyrir sem tengdi Guðlaug við notandann í Enchrochat, sem ákæruvaldið segir hann hafa verið á bak við, og því sé sakfelling yfir honum byggð á sandi. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir málið vafalaust fara fyrir Landsrétt.Vísir/Egill „Ég er bara mjög vonsvikinn með þessa niðurstöðu fyrir skjólstæðing minn. Ég taldi að það væru ekki komin fram þau sönnunargögn sem gætu leitt til sakfellingar hans og ég er enn þeirrar skoðunar,“ segir Sigurður. Býstu við annarri niðurstöðu í Landsrétti? „Ég er að vona það já, ég er að vona að mér takist að sannfæra Landsrétt um það að sönnunarreglur sakamálaréttarfars séu þannig að það verði að vera hafið yfir skynsamlegan vafa að menn séu dæmdir í fangelsi.“ Saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að dómurinn hafi verið í takt við kröfur ákæruvaldsins, enda um mikið magn efna að ræða. Aðrir verjendur vildu ekki veita fréttastofu viðtal í dag.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42 Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56 Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Þungir dómar í saltdreifaramáli Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða fengu þyngstu mögulegu refsingu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur í málinu var kveðinn upp í dag. Tveir hlutu tólf ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi. Refsiramminn hefur því verið fullnýttur í fyrsta skipti. 20. október 2022 15:42
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. 22. september 2022 12:56
Notuðu hestamennsku sem yfirvarp fyrir kannabisræktun Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli. 21. september 2022 21:01