Sjö úr meistaraliði Blika í nóvemberhópi íslenska landsliðsins: Tíu nýliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 15:05 Blikar urðu Íslandsmeistarar þegar þrír leikir voru eftir af deildinni. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 23 manna hóp fyrir vináttuleiki í nóvember og að auki eru fimm leikmenn til vara. Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslenska liðið mun mæta Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember en unnið er að staðfestingu annars leiks. Sá yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi. Arnar velur sjö nýkrýnda Íslandsmeistara Blika í hópinn en það eru Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins. Leikgreinandi og þolþjálfari frá Víkingi R. verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. https://t.co/TqJGGpYbpJ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 21, 2022 Alls eru tíu leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað A-landsleik og þar af eru Blikarnir Viktor Örn, Ísak Snær og Dagur Dan. Hinir nýliðarnir eru Sindri Kristinn Ólafsson úr Keflavík, Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal, Logi Tómasson og Danijel Dejan Djuric úr Víkingi, Daníel Hafsteinsson úr KA, Bjarki Steinn Bjarkason hjá Venezia FC og Jónatan Ingi Jónsson hjá Sogndal. „Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í frétt á heimasíðu KSÍ. Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. „Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum,“ sagði Arnar Þór. Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landsliðshópurinn: Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur Logi Tómasson - Víkingur R. Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Daníel Hafsteinsson - KA Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur Danijel Dejan Djuric - Víkingur R. Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk Leikmenn til vara Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir Ívar Örn Árnason - KA Þorri Már Þórisson - KA Ari Sigurpálsson - Víkingur R. Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira