Fótbolti

Algarve bikarnum aflýst vegna taps íslensku stelpnanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Diana Gomes um boltann í leiknum í Portúgal.
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Diana Gomes um boltann í leiknum í Portúgal. VÍSIR/VILHELM

Tap íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur áhrif á undirbúning margra þjóða fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári.

Portúgal komst áfram í umspil um laust sæti á HM kvenna í fótbolta eftir sigur á Íslandi fyrr í þessum mánuði.  Portúgalar hafa árlega haldið Algarve bikarinn og þar hefur íslenska landsliðið oft tekið þátt.

Íslenska landsliðið hefði farið beint inn á HM með sigri á Portúgal en portúgalska landsliðið hafði ekki eins mörg stig í undankeppninni og þarf því að taka þátt í álfu-umspilinu.

Það umspil fer fram í febrúar eða á sama tíma og Algarve bikarinn hefði farið fram.

Því tók portúgalska knattspyrnusambandið þá ákvörðun að aflýsa Algarve-bikarnum á næsta ári.

Portúgalska landsliðið mun leita að öðrum leikjum í febrúar til að undirbúa sig fyrir umspilið en aðrar þjóðir sem hafa tekið þátt í Algarve bikarnum þurfa nú að leita annað í undirbúningi sínum.

Það fylgir sögunni að Algarve bikarinn mun aftur að fara fram árið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×