Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2022 21:25 Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt. Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í myndbandinu sést móðir tala við dóttur sína og segir móðirin meðal annars eftirfarandi. „Margir hafa sínar eigin skoðanir hvað sé rétt og rangt en aðal atriðið er hvað Jehóva finnst. Hann vill að við séum glöð og veit hvað gerir okkur hamingjusöm, þess vegna skapaði hann hjónabandið eins og hann gerði.“ Dóttirin spyr þá hvort hún eigi við einn mann og eina konu og svarar móðirin því játandi. Einnig segir í myndbandinu að nauðsynlegt sé að skilja ýmislegt eftir til þess að komast til paradísar, það eigi við um allt sem Jehóva samþykki ekki. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lilja Torfadóttir er samkynhneigð kona sem eitt sinn tilheyrði söfnuði Votta Jehóva. Hún kom út úr skápnum árið 2002 og segist í kjölfarið hafa verið rekin úr söfnuðinum vegna kynhneigðar sinnar. Aðspurð hver viðbrögð hennar voru við myndbandinu segist hún hafa verið slegin eftir áhorfið. „Ég var eiginlega orðlaus í fyrsta skipti á ævinni, aðallega út af því bara að ég fann svo til með öllum börnunum innan safnaðarins, að þurfa að búa við þetta ofbeldi,“ segir Lilja. Lilja tilheyrir hóp fyrrverandi votta sem komið hefur út úr söfnuðinum. Hópurinn berst fyrir breytingum og gagnrýnir að söfnuðurinn sé ríkisstyrktur. Hún segir hópinn bæði stuðningshóp fyrir þá sem komnir séu úr söfnuðinum og þrýstihóp. „Við erum alveg tilbúin núna til að berjast af því okkur finnst allt rangt við þetta, að það sé verið að beita fólk ofbeldi og þessi hatursorðræða er bara, þetta er gengið út í öfgar,“ segir Lilja. Viðtalið við Lilju má sjá efst í þessari frétt.
Trúmál Hinsegin Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45