Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 11:46 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Umdeilt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á útlendingalögum hefur enn ekki komið fram á Alþingi þótt ráðherra hafi boðað síðastliðið vor og ítrekað það í síðasta mánuði að það yrði eitt af fyrstu þingmálum haustþingsins. Það yrði þá í fimmta sinn sem innanríkis- og dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins reyndu að koma slíku frumvarpi í gegn á Alþingi. Ekkert bólar hins vegar á frumvarpinu en það var afgreitt út úr ríkisstjórn hinn 20. september og sent til þingflokka stjórnarflokkanna til umræðu og afgreiðslu. Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vinstri grænna segir frumvarpið hafa verið afgreitt að hálfu þingflokks. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Við gerðum það í lok september síðastliðnum þegar að fram komu breytingar á lögum sem höfðu þá tekið breytingu frá fyrri framlagningu málsins, þá afgreiddum við það frá okkur til þinglegrar meðferðar,“ segir Orri Páll. Þannig það er að mati þingflokksins ekkert til fyrirstöðu að þingið taki málið til efnislegrar meðferðar? „Við alla vega afgreiddum það frá okkur þannig að við vildum að það færi í þinglega meðferð, enda hafði það tekið breytingum,“ segir hann. Ingibjörg Ísaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins staðfestir að málið hafi einnig verið samþykkt út úr þingflokki hennar. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Við fengum þetta inn í flokkinn og tókum umræðu þar og málið fór athugasemdarlaust í gegnum þingflokkinn. Við teljum líka bara afar mikilvægt að umræðan um þetta mál eigi sér stað bæði í þinginu sjálfu sem og inni í nefnd,“ segir Ingibjörg. Þannig ykkar vegna væri hægt að hefja þá umræðu strax? „Já við teljum bara afar mikilvægt að þessi umræða eigi sér stað,“ segir hún. Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingflokkinn standa með dómsmálaráðherra en verið væri að ræða tilteknar breytingar á frumvarpinu. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að fjalla um drög að frumvarpi Jóns Gunnarssonar í samráði við Jón Gunnarsson með fullum stuðningi hans. Það eru ákveðnar lagfæringar sem við teljum, og ég ætla ekki að fara efnislega í núna, teljum nauðsynlegt með hliðsjón af þeim aðstæðum sem hafa skapast á undanförnum vikum og mánuðum að gera á þessu frumvarpi,“ segir Óli Björn. Það væri ekkert óvenjulegt við að þingflokkurinn tæki sér ágætan tíma í jafn mikilvægt mál og útlendingamálin. Er þá ekki alveg fullkomin sátt um það sem hann leggur til? „Það fer ekki hnífurinn á milli þingflokksins og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þegar kemur að útlendingamálunum,“ segir Óli Björn.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20 Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. 4. október 2022 19:20
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54