Enski boltinn

Greenwood sleppt gegn tryggingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mason Greenwood var handtekinn um helgina fyrir brot á skilorði.
Mason Greenwood var handtekinn um helgina fyrir brot á skilorði. getty/Sebastian Frej

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu.

Hinn 21 árs Greenwood var handtekinn í síðustu viku fyrir brot á skilorði. Hann var upphaflega handtekinn í byrjun árs eftir að þáverandi kærasta hans sakaði leikmanninn um kynferðisofbeldi, líkamlegt ofbeldi sem og að hóta henni lífláti. Greenwood hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás. 

Greenwood átti að vera í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldunum yfir honum sem fara fram 21. nóvember. En honum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu.

Greenwood hefur ekki leikið með United síðan í 1-0 sigri á West Ham United 22. janúar á þessu ári og óvíst er hvort hann spilar aftur fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×