Það voru gestirnir í Wolves sem tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik þegar Adama Traore stangaði fyrirgjöf Hugo Bueno í netið af stuttu færi og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna metin eftir að síðari hálfleikur hófst því Eberechi Eze skallaði fyrirgjöf Michael Olise í netið strax á annari mínútu hálfleiksins og staðan því orðin 1-1.
Wilfried Zaha kom heimamönnum svo í forystu þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma eftir stoðsendingu frá Odsonne Edouard, en þrátt fyrir þunga sókn gestanna seinustu mínútur leiksins reyndist þetta sigurmarkið.
Crystal Palace vann því góðan 2-1 sigur og situr nú í tíunda sæti deildarinnar með stig eftir tíu leiki, fjórum stigum meira en Úlfarnir sem sitja í 17. sæti og hafa leikið einum leik meira.