Meiðsli Jota vörpuðu dökkum skugga á frækinn 1-0 sigur Liverpool gegn Manchester City á sunnudaginn. Hann var borinn af velli í uppbótartíma og eftir læknisskoðun er nú komið í ljós að meiðslin eru býsna alvarleg.
„Ekki góðar fréttir varðandi Diogo. Já, hann missir af HM. Þetta eru nokkuð alvarleg kálfameiðsli. Sorgarfréttir fyrir strákinn, okkur og Portúgal,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn við West Ham annað kvöld.
After such a good night at Anfield mine ended in the worst way ! In the last minute one of my dreams collapsed
— Diogo Jota (@DiogoJota18) October 18, 2022
I will be one more supporting from the outside, club and country, and fighting to be back as soon as possible
You'll Never Walk Alone pic.twitter.com/gKssZSnLZ1
Áfallið er sérstaklega mikið fyrir Jota sem var tiltölulega nýkominn á ferðina eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla í læri.
Meiðslin eru einnig enn meira áfall fyrir Liverpool í ljósi meiðslastöðunnar hjá félaginu en aðeins rúm vika er síðan að Luis Diaz meiddist í hné gegn Arsenal. Diaz verður líkt og Jota frá keppni fram yfir HM-hléið, sem hefst um miðjan nóvember og stendur yfir til jóla.