Jota missir af HM: „Sorgarfréttir fyrir strákinn, okkur og Portúgal“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2022 13:24 Diogo Jota var borinn af velli í lokin á leiknum við Manchester City. Getty Nú er orðið ljóst að portúgalski sóknarmaðurinn Diogo Jota missir af heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði. Meiðsli Jota vörpuðu dökkum skugga á frækinn 1-0 sigur Liverpool gegn Manchester City á sunnudaginn. Hann var borinn af velli í uppbótartíma og eftir læknisskoðun er nú komið í ljós að meiðslin eru býsna alvarleg. „Ekki góðar fréttir varðandi Diogo. Já, hann missir af HM. Þetta eru nokkuð alvarleg kálfameiðsli. Sorgarfréttir fyrir strákinn, okkur og Portúgal,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn við West Ham annað kvöld. After such a good night at Anfield mine ended in the worst way ! In the last minute one of my dreams collapsed I will be one more supporting from the outside, club and country, and fighting to be back as soon as possible You'll Never Walk Alone pic.twitter.com/gKssZSnLZ1— Diogo Jota (@DiogoJota18) October 18, 2022 Áfallið er sérstaklega mikið fyrir Jota sem var tiltölulega nýkominn á ferðina eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla í læri. Meiðslin eru einnig enn meira áfall fyrir Liverpool í ljósi meiðslastöðunnar hjá félaginu en aðeins rúm vika er síðan að Luis Diaz meiddist í hné gegn Arsenal. Diaz verður líkt og Jota frá keppni fram yfir HM-hléið, sem hefst um miðjan nóvember og stendur yfir til jóla. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Meiðsli Jota vörpuðu dökkum skugga á frækinn 1-0 sigur Liverpool gegn Manchester City á sunnudaginn. Hann var borinn af velli í uppbótartíma og eftir læknisskoðun er nú komið í ljós að meiðslin eru býsna alvarleg. „Ekki góðar fréttir varðandi Diogo. Já, hann missir af HM. Þetta eru nokkuð alvarleg kálfameiðsli. Sorgarfréttir fyrir strákinn, okkur og Portúgal,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn við West Ham annað kvöld. After such a good night at Anfield mine ended in the worst way ! In the last minute one of my dreams collapsed I will be one more supporting from the outside, club and country, and fighting to be back as soon as possible You'll Never Walk Alone pic.twitter.com/gKssZSnLZ1— Diogo Jota (@DiogoJota18) October 18, 2022 Áfallið er sérstaklega mikið fyrir Jota sem var tiltölulega nýkominn á ferðina eftir að hafa misst af byrjun tímabilsins vegna meiðsla í læri. Meiðslin eru einnig enn meira áfall fyrir Liverpool í ljósi meiðslastöðunnar hjá félaginu en aðeins rúm vika er síðan að Luis Diaz meiddist í hné gegn Arsenal. Diaz verður líkt og Jota frá keppni fram yfir HM-hléið, sem hefst um miðjan nóvember og stendur yfir til jóla.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira