„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. október 2022 13:05 Guðlaugur Þór segir að honum hafi brugðið við að heyra fregnirnar. Vísir/Vilhelm Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Guðlaugur segir að lögregla hafi upplýst hann strax eftir að upp komst um málið fyrir nokkrum vikum að mennirnir hafi rætt um að myrða hann. Honum hafi verið verulega brugðið vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt og maður finnur líka sérstaklega fyrir því af því að það fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni,“ segir Guðlaugur í samtali við fréttastofu. „Við búum við það Íslendingar að búa í öruggu umhverfi og við viljum hafa það þannig en við tökum því sem gefnu og vonandi verður það um alla tíð. En jú þetta var hins vegar óþægilegt að fá þessar fregnir,“ segir hann enn fremur. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins hefðu einnig talað um að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata komið upp í samtölum þeirra. Guðlaugur kveðst ekki vita nákvæmlega af hverju hann var nefndur í samskiptum mannanna og af hverju þeir vildu myrða hann. „Það kom ekki fram af hverju en vanalegast er það nú út af því að stjórnmálamenn segja eitthvað eða gera eitthvað. Ég mun nú ekki víkja neitt frá minni sannfæringu frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að þetta kom upp,“ segir Guðlaugur. „Ég hef ég alla tíð barist fyrir frelsi einstaklinga sama hverjir þeir eru og kannski var það eitthvað sem hugnaðist mönnum ekki, ég kann ekki að segja frá því. Aðalatriðið er bara þetta, mér fannst viðbrögð lögreglu vera góð og fumlaus og við skulum vera ánægð með það,“ segir hann enn fremur. „Það er mitt markmið að vera ekki að gera neitt sem geti truflað rannsóknarhagsmuni, ég held að það sé mjög mikilvægt að lögreglan og þar til bærir aðilar fái að vinna áfram að þessu máli,“ segir Guðlaugur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11
Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. 14. október 2022 15:57
Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. 14. október 2022 11:23
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Sagðir hafa rætt um að drepa sósíalistaleiðtoga Tveir karlmenn sem eru í haldi lögreglu vegna gruns um að þeir hafi unnið að skipulagningu hryðjuverka ræddu um að drepa Gunnar Smára Egilsson, formann Sósíalistaflokksins, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þau voru bæði kölluð í skýrslutöku vegna rannsóknar málsins. 10. október 2022 12:47