Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2022 11:23 Lögregla sýndi fréttamönnum vopn sem lagt var hald á við húsleit. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Þrjár vikur eru liðnar síðan karlmennirnir tveir voru handteknir. Síðan þá hafa þeir sætt einangrun. Annar karlmannanna hafði losnað úr gæsluvarðhaldi og einangrun degi fyrr. Hann hefur því verið nær sleitulaust í einangrun í fjórar vikur. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að ekki verði gerð krafa um frekari einangrun. Þó verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds. Sú krafa verði lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Karl Ingi vildi ekki upplýsa um hversu langs varðhalds yrði krafist yfir karlmönnunum tveimur. Það yrði fyrst upplýst í dómsal eftir hádegið. Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi karlmannsins sem hefur verið í varðhaldi í nær fjórar vikur, telur að lagaskilyrðum fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald sé ekki uppfyllt. Fallist héraðsdómur á kröfu héraðssaksóknara verði sá úrskurður kærður til Landsréttar. Fram kom á dögunum að karlmennirnir tveir hefðu í samtölum sín á milli haft í flimtingum að bana sósíalistunum Gunnari Smára Egilssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá komu nöfn þingmanna og fyrrverandi þingmanna Pírata upp í samtölum þeirra. Viðkomandi hafa verið kölluð til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara vegna málsins og upplýst um þessi mál. Áður hafði lögregla greint frá því að karlmennirnir hefðu rætt að fremja hryðjuverk á árshátíð lögreglumanna. Hámarkslengd gæsluvarðhalds hér á landi án þess að búið sé að gefa út ákæru er tólf vikur.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27 „Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34 Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. 13. október 2022 16:27
„Nafn mitt kom fram í tengslum við fólk sem átti að drepa“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, fyrrverandi þingmenn Pírata, voru allir þrír kallaðir til sem vitni í skýrslutöku vegna rannsóknar lögreglunnar á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka. 10. október 2022 16:34
Styttu varðhald beggja manna um tæpa viku Landsréttur stytti í hádeginu í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur karlmönnum sem lögregla grunar um skipulagningu hryðjuverka. Von er á úrskurði réttarins í tilvelli meints samverkamanns. 10. október 2022 13:49