„Gesturinn“ hló að mynd af sér með Miedema Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2022 17:31 Vivianne Miedema með „gestinum“ Beth Mead í París í gær. Þess má geta að búið er að laga myndatextann í myndabanka Getty svo að nú sést þar nafn Mead einnig. Getty/Marc Piasecki Beth Mead varð markadrottning EM í fótbolta í sumar, átti flestar stoðsendingar, var valin best og varð Evrópumeistari með Englandi. Samt þekkja ekki allir hana í sjón. Mead var að sjálfsögðu viðstödd verðlaunahófið vegna Gullboltans í gærkvöld og varð í 2. sæti í valinu á knattspyrnukonu ársins, á eftir spænska snillingnum Alexiu Putellas. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema var einnig á hófinu og hefur mynd af þeim Mead, sem eru samherjar hjá enska félaginu Arsenal, vakið athygli á samfélagsmiðlum. Myndin er úr Getty-myndabankanum og í texta með myndinni stendur að sjá megi Miedema ásamt „gesti“ á verðlaunahófinu í París í gær. Miedema deildi sjálf myndinni og kvaðst ánægð með að hafa fengið að taka þennan gest með sér. Happy I got to take my guest yesterday @bmeado9 pic.twitter.com/8CmpFeUDag— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) October 18, 2022 Miedema er húmoristi og má geta þess að hún bauðst til að taka viðtal á íslensku þegar sá sem þetta skrifar ræddi við hana eftir 1-0 sigur Hollands gegn Íslandi í síðasta mánuði. Sjálf virtist Mead hafa húmor fyrir meðvitundarleysi þess sem skrifaði myndatextann fyrir Getty og skrifaði „LOL“ til marks um að hún hefði hlegið upphátt. LOL — Beth Mead (@bmeado9) October 18, 2022 Þær Mead og Miedema geta haldið kyrru fyrir í Frakklandi því Arsenal á fyrir höndum fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, gegn meisturum Lyon annað kvöld. Liðin leika í sama riðli og Zürich og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem einnig mætast á morgun. Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Mead var að sjálfsögðu viðstödd verðlaunahófið vegna Gullboltans í gærkvöld og varð í 2. sæti í valinu á knattspyrnukonu ársins, á eftir spænska snillingnum Alexiu Putellas. Hollenska markamaskínan Vivianne Miedema var einnig á hófinu og hefur mynd af þeim Mead, sem eru samherjar hjá enska félaginu Arsenal, vakið athygli á samfélagsmiðlum. Myndin er úr Getty-myndabankanum og í texta með myndinni stendur að sjá megi Miedema ásamt „gesti“ á verðlaunahófinu í París í gær. Miedema deildi sjálf myndinni og kvaðst ánægð með að hafa fengið að taka þennan gest með sér. Happy I got to take my guest yesterday @bmeado9 pic.twitter.com/8CmpFeUDag— Vivianne Miedema (@VivianneMiedema) October 18, 2022 Miedema er húmoristi og má geta þess að hún bauðst til að taka viðtal á íslensku þegar sá sem þetta skrifar ræddi við hana eftir 1-0 sigur Hollands gegn Íslandi í síðasta mánuði. Sjálf virtist Mead hafa húmor fyrir meðvitundarleysi þess sem skrifaði myndatextann fyrir Getty og skrifaði „LOL“ til marks um að hún hefði hlegið upphátt. LOL — Beth Mead (@bmeado9) October 18, 2022 Þær Mead og Miedema geta haldið kyrru fyrir í Frakklandi því Arsenal á fyrir höndum fyrsta leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, gegn meisturum Lyon annað kvöld. Liðin leika í sama riðli og Zürich og Juventus, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem einnig mætast á morgun.
Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira