Putellas hlaut Gullboltann annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2022 19:15 Alexia Putellas, besta knattspyrnukona í heimi. UEFA Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hún vann einnig í fyrra og hefur því unnið verðlaunin alls tvisvar en þau hafa aðeins verið gefin þrívegis í kvennaflokki. Hin 28 ára gamla Putellas átti frábært tímabil með Barcelona á síðustu leiktíð þar sem liðið var hársbreidd frá því að vinna þrennuna annað árið í röð. Ógnarsterkt lið Barcelona vann alla leiki sína í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon. #ballondor pic.twitter.com/biZUQbso2j— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Putellas er prímusmótorinn í stórbrotni liði Börsunga og er erfitt að finna orð til að lýsa hæfileikum hennar á knattspyrnuvellinum. Hún spilar vanalega sem djúpur miðjumaður og er algjör lykill í öllu uppspili liðsins en að sama skapi skilar hún sér reglulega í teig andstæðinganna og skorar óhemju mikið af mörkum miðað við hvar hún spilar á vellinum. Putellas varð fyrir því óláni að slíta krossband í aðdraganda Evrópumótsins í sumar og var því ekki með á mótinu. Spánn datt út fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands í átta liða úrslitum en leikurinn fór alla leið í framlengingu. Hver veit hvað hefði gerst hefði Putellas verið með. Í öðru sæti var Evrópumeistarinn Beth Mead, leikmaður Arsenal og þar á eftir kom Englandsmeistarinn Sam Kerr, leikmaður Chelsea. The 2022 women s Ballon d Or complete ranking! #ballondor pic.twitter.com/QJLVZW6XjG— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Fótbolti Spænski boltinn Spánn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Hin 28 ára gamla Putellas átti frábært tímabil með Barcelona á síðustu leiktíð þar sem liðið var hársbreidd frá því að vinna þrennuna annað árið í röð. Ógnarsterkt lið Barcelona vann alla leiki sína í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon. #ballondor pic.twitter.com/biZUQbso2j— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022 Putellas er prímusmótorinn í stórbrotni liði Börsunga og er erfitt að finna orð til að lýsa hæfileikum hennar á knattspyrnuvellinum. Hún spilar vanalega sem djúpur miðjumaður og er algjör lykill í öllu uppspili liðsins en að sama skapi skilar hún sér reglulega í teig andstæðinganna og skorar óhemju mikið af mörkum miðað við hvar hún spilar á vellinum. Putellas varð fyrir því óláni að slíta krossband í aðdraganda Evrópumótsins í sumar og var því ekki með á mótinu. Spánn datt út fyrir verðandi Evrópumeisturum Englands í átta liða úrslitum en leikurinn fór alla leið í framlengingu. Hver veit hvað hefði gerst hefði Putellas verið með. Í öðru sæti var Evrópumeistarinn Beth Mead, leikmaður Arsenal og þar á eftir kom Englandsmeistarinn Sam Kerr, leikmaður Chelsea. The 2022 women s Ballon d Or complete ranking! #ballondor pic.twitter.com/QJLVZW6XjG— Ballon d'Or #ballondor (@francefootball) October 17, 2022
Fótbolti Spænski boltinn Spánn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira