„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. október 2022 19:45 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. „Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “ Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
„Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “
Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Fleiri fréttir Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00