Drake varð á dögunum fyrsti tónlistarmaðurinn sem er streymt yfir fimmtíu milljarða sinnum á Spotify.
Spotify er aðalstyrktaraðili Barcelona liðsins og er vanalega með merki sitt framan á búningi Barca.
Í leiknum á móti Real Madrid verður hins vegar sérstakt merki Drake framan á búningnum eða OVO uglu merkið hans.
Þetta er sagt vera hluti af strategísku herferð Barcelona og Spotify að sameina tónlist og fótbolta.
„Mér finnst þetta ekki vera raunverulegt en það er það samt,“ skrifaði Drake á Instagram og birti mynd af sér með búninginn.
Upphitunartreyjur Barcelona liðsins verða líka sérstakar eða með Spotify framan á Drake 50 á bakinu.
Það er mikil spenna fyrir leikinn því auk þess að þessir erfifjendur séu að mætast þá er toppsæti deildarinnar í boði. Liðin eru nefnilega jöfn á toppnum með 22 stig en Barcelona er með sjö marka forskot í markatölu.