Boltinn sem Maradona skoraði með hendi Guðs á leið á uppboð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2022 17:00 Diego Maradona skorar með hendi guðs. getty/Etsuo Hara Boltinn sem eitt frægasta mark fótboltasögunnar var skorað með er á leið á uppboð. Talið er að hann verði seldur á allt að 490 milljónir íslenskra króna. Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum, þegar Argentína og England áttust við í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986. Seinna markið skoraði Maradona eftir mikinn einleik en það fyrra með höndinni; hönd guðs eins og hann sagði. Á 51. mínútu leiksins fyrir 36 árum stökk Maradona upp með Peter Shilton, markverði Englands, og sló boltann yfir hann og í markið. Túnisinn Ali Bin Nasser sá ekkert athugavert og dæmdi markið gilt. Fjórum mínútum síðar kom Maradona Argentínu í 2-0. Gary Lineker minnkaði muninn í 2-1 níu mínútum fyrir leikslok en nær komst England ekki. Argentínumenn fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Boltinn sem var notaður í leik Argentínu og Englands hefur hingað til verið í eigu Bin Nassars en nú hefur hann ákveðið að selja dýrgripinn. „Boltinn er hluti af fótboltasögunni og það er tími til kominn að deila honum með heimsbyggðinni,“ sagði Bin Nassar. Boltinn verður boðinn upp 16. nóvember, fjórum dögum áður en HM í Katar hefst. Hægt verður að bjóða í boltann frá og með 28. október. Talið er að boltinn muni seljast á allt að þrjár milljónir punda, eða tæplega 490 milljónir íslenskra króna. Í maí á þessu ári var treyjan sem Maradona spilaði leikinn gegn Englandi í seld á 7,4 milljónir punda á uppboði. Það gerir 1,2 milljarð íslenskra króna. Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Sjá meira
Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum, þegar Argentína og England áttust við í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986. Seinna markið skoraði Maradona eftir mikinn einleik en það fyrra með höndinni; hönd guðs eins og hann sagði. Á 51. mínútu leiksins fyrir 36 árum stökk Maradona upp með Peter Shilton, markverði Englands, og sló boltann yfir hann og í markið. Túnisinn Ali Bin Nasser sá ekkert athugavert og dæmdi markið gilt. Fjórum mínútum síðar kom Maradona Argentínu í 2-0. Gary Lineker minnkaði muninn í 2-1 níu mínútum fyrir leikslok en nær komst England ekki. Argentínumenn fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar í annað sinn. Boltinn sem var notaður í leik Argentínu og Englands hefur hingað til verið í eigu Bin Nassars en nú hefur hann ákveðið að selja dýrgripinn. „Boltinn er hluti af fótboltasögunni og það er tími til kominn að deila honum með heimsbyggðinni,“ sagði Bin Nassar. Boltinn verður boðinn upp 16. nóvember, fjórum dögum áður en HM í Katar hefst. Hægt verður að bjóða í boltann frá og með 28. október. Talið er að boltinn muni seljast á allt að þrjár milljónir punda, eða tæplega 490 milljónir íslenskra króna. Í maí á þessu ári var treyjan sem Maradona spilaði leikinn gegn Englandi í seld á 7,4 milljónir punda á uppboði. Það gerir 1,2 milljarð íslenskra króna.
Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Sjá meira