Mc­Tominay hetja Man United eftir að þrjá­tíu skot höfðu farið for­görðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skömmu síðar söng boltinn í netinu.
Skömmu síðar söng boltinn í netinu. EPA-EFE/PETER POWELL

Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil.

Leikmenn Manchester United reyndu hvað þeir gátu til að koma boltanum í netið en það virtist lengi vel sem það myndi ekki takast. Staðan var markalaus í hálfleik sem og þegar venjulegum leiktíma var lokið.

Marcus Rashford fékk fjölda færa hjá Man United í kvöld.EPA-EFE/PETER POWELL

Erik Ten Hag stillti upp sterku byrjunarliði í kvöld og verður ekki hægt að segja að leikmenn hafi ekki lagt sig fram við að vinna leikinn. Færanýtingin var hins vegar skelfileg. 

Alls áttu heimamenn 34 skot í kvöld, þar af 12 á markið. Francis Uzoho, markvörður gestanna, var án efa maður leiksins í kvöld.

Uzoho kom hins vegar engum vörnum við þegar varamennirnir Jadon Sancho fann McTominay inn á teignum. Skotinn lagði boltann fyrir sig og náði skoti í gegnum þvögu af leikmönnum Omonio og staðan orðin 1-0. 

Reyndust það lokatölur og líklega var það eina skipti sem stuðningsfólk heimaliðsins yfirgnæfði stuðningsfólk gestanna. 

Real Sociedad vann þægilegan 3-0 sigur á Sheriff Tiraspol í kvöld og er á toppi E-riðils með 12 stig. Þar á eftir kemur Man United með níu stig, Tiraspol er með þrjú og Omonia á botninum án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira