Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 10:05 Sjálfboðaliðar hjálpa til við að hreinsa til eftir sprengjuárás í borginni Saporisjía í vikunni. AP/Leo Correa Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“