Innlent

Guðni og krón­prinsinn ganga að gos­stöðvunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Guðni ásamt Hákoni á leið sinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í dag.
Guðni ásamt Hákoni á leið sinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í dag. Vísir/Arnar

Hákon, krónprins Noregs, er staddur á Íslandi til þess að vera viðstaddur Hringborð norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun. Forseti Íslands tók á móti honum og eru þeir nú á göngu í átt að Fagradalsfjalli. 

Hákon lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti honum. 

Saman ganga þeir nú í átt að gosstöðvunum við Fagradalsfjall ásamt landverði og Kristínu Jónsdóttur, eldfjallafræðingi, sem fræðir Hákon og Guðna um eldvirkni Reykjanesskaga. 

Að lokinni göngu bjóða forsetahjónin til kvöldverðar fyrir krónprinsinn og fylgdarlið á Bessastöðum. Á morgun hefst svo Hringborð norðurslóða þar sem Hákon flytur ávarp við opnunarathöfnina og tekur þátt í dagskrá. 

Guðni var í gær staddur í Portúgal til að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta spila umspilsleik um sæti á HM. Íslensku stelpurnar töpuðu þeim leik 4-1 gegn heimakonum.

Forsetinn flaug beint aftur til Íslands að leik loknum og lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan rúmlega tvö í nótt. Tæpum tíu tímum síðar var hann mættur aftur á flugvöllinn. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×