„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 11. október 2022 23:46 Dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira