Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2022 19:38 Lögregla segir að konunni hafi verið ráðinn bani í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Lögreglan fékk á laugardaginn tilkynningu um mál konunnar en konan var þá látin í bíl við hús í Laugardalnum. Grunur er um manndráp og málið í rannsókn. Tengsl er á milli mannanna tveggja og konunnar en mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á fimmtudag. Þetta er í annað skiptið á innan við viku hér á landi sem grunur er um manndráp en karlmaður á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára á Ólafsfirði aðfaranótt síðastliðins mánudags. Aðeins eru sex vikur eru síðan kona var myrt á Blönduósi. Árásarmaðurinn lést einnig á vettvang. Þá var maður myrtur í Barðavogi í Reykjavík í byrjun júní. Samkvæmt Hagstofu Íslands hafa eitt til þrjú manndráp verið framin á ári hverju hér á landi frá árinu 2010. Þau hafa hins vegar verið fleiri og voru sex árið 2000. Þá hafa tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um alvarleg ofbeldisbrot og manndráp meira en tvöfaldast á sextán árum. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru þau 88 en á þessu ári 223 og hafa aldrei verið fleiri. Eins og sjá má hefur aukning á ofbeldisbrotum verið veruleg.Grafík/Sara Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir aukninguna áhyggjuefni en skýringarnar geti mögulega verið nokkrar. „Til dæmis kannski aukið og breytt verklag lögreglu að taka ofbeldi alvarlegra en kannski stundum áður. Að því leytinu til sem að birtist í til dæmis ofbeldi nákominni að taka öðruvísi á því heldur en oft áður.“ Þá séu mál oftar en áður kærð. „Ofbeldi er eitthvað sem við leyfum okkur ekki í okkar samfélagi og umburðarlyndið er minna fyrir beitingu ofbeldis af þessu tagi.“ Breytt samskipti líka verið hluti skýringarinnar. „Líka mögulegt að það sé eitthvað að gera bara með samskiptahætti fólks sérstaklega á skemmtanalífinu meðal ungs fólks. Varðandi til dæmis eins og vopnaburð og hnífaburð af því tagi. Spurningin um það að svara áreitni með ofbeldi eða eitthvað slíkt að það þurfi lítið til þess að menn beiti jafnvel alvarlegu ofbeldi ef einhver ágreiningur verður. Þannig að þættir af því tagi spila þarna örugglega inn í.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Tveir karlar grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana Tveir karlar á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu vegna gruns um manndráp í Laugardalnum í Reykjavík. Hin látna er kona á sextugsaldri. 9. október 2022 21:50
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18
Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. 8. september 2022 11:50