Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 20:51 Niðurföll höfðu ekki undan í rigningunni. Vísir/Egill Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“ Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47