Óvænt skýfall og fallin lauf sökudólgarnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2022 20:51 Niðurföll höfðu ekki undan í rigningunni. Vísir/Egill Það var allt á floti í höfuðborginni í dag þar sem flæddi inn í kjallara í Vesturbænum og víðar. Niðurföll höfðu ekki haft undan í vatnsveðrinu. Óvænt skýfall og fallin lauf eru sökudólgarnir. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“ Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni í dag og síðdegis höfðu borgarstarsmenn í nógu að snúast við að hreinsa frá niðurföllum og koma vatninu til skila á sinn stað. Niðurföll höfðu ekki undan og flæddi inn í nokkur hús vestan Snorrabrautar í dag. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, mætti í beina útsendingu í Kvöldfréttum Stöð 2 í kvöld til að fara yfir stöðuna. „Helstu verkefnin voru hér í miðborginni, í Vesturbænum, inn í Laugardal og síðan í Árbæ og Breiðholti. Þetta ástand kom okkur pínulítið á óvart. Það rigndi mikið í skamman tíma og það sem gerist er að það safnast lauf í niðurföll, í ristar, í götunum sem veldur því að þau stíflast,“ sagði Hjalti. Hvetur hann borgarbúa til að hreinsa lauf frá niðurföllum ef kostur er. „Við viljum náttúrulega líka benda fólki á að hreinsa ef það hefur tækifæri til úr sínum niðurföllum í nánasta umhverfi en ef það ræður ekki við það að senda ábendingu á ábendingavef Reykjavíkurborgar,“ sagði Hjalti. Hið mikla skýfall kom borgarstarfsmönnum nokkuð á óvart. „Við bjuggumst ekki alveg við svona mikilli úrkomu á svona skömmum tíma en við undirbúum okkur alltaf mjögvel ef við vitum af svona veðri. Við förum í alla svokallaða lágpunkta, hreinsum frá niðurföllum og reynum að forða tjóni, svona almennt séð.“ Þýðir þetta að haustið er komið af fullum krafti í höfuðborgina? „Haustið er mætt. Það er náttúrulega komið inn í miðjan október. Já, haustið er mætt með sínum rigningum og veseni. Eigum við ekki bara orða það þannig?“
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á. 11. október 2022 15:47