Fótbolti

Stuðnings­sveitin lent í Porto

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannsson forseti á leið á völlinn.
Guðni Th. Jóhannsson forseti á leið á völlinn. Vísir/Vilhelm

Flugvél stuðningssveitar íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta lenti á flugvellinum í Porto í Portúgal um klukkan 11 í morgun. Mikil stemmning er í hópnum nú þegar um fimm tímar eru í leik.

Tekin var hópmynd fyrir utan vélina eftir lendingu en rúmlega tuttugu stiga hiti er nú í Porto.

Hópurinn mun nú halda með rútu á völlinn, og gíra sig upp í leik íslenska liðsins og þess portúgalska sem hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.

Hópmynd var tekin fyrir utan vélina á flugvellinum í Porto.Vísir/Vilhelm

Um er að ræða einn mikilvægasta leikinn í sögu íslenskrar knattspyrnu en sigur í dag tryggir kvennalandsliðinu farseðil á heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Um 160 farþegar voru í rúmlega 180 sæta vél Icelandair, en landsliðið og starfsfólk KSÍ munu fylla hin auðu sæti á leiðinni aftur til Íslands í nótt.

Flugliðar voru klæddir í íslenskum landsliðstreyjum.Vísir/Vilhelm

Rætt verður við Kolbein Tuma Daðason fréttamann, sem ferðaðist með vélinni í morgun, í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12 þar sem hann mun lýsa stemmningunni í hópnum.


Tengdar fréttir

Mikil til­hlökkun í stuðnings­­mönnum á leið til Porto

Mikil tilhlökkun var í stuðningsmönnum íslenska kvennalandsliðsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun þar sem þeir biðu eftir að fara um borð í vél Icelandair á leið til Porto í Portúgal. Stelpurnar okkar mæta landsliði Portúgal síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×