Innlent

Fjögurra vikna gæslu­varð­hald í Ólafs­fjarðar­málinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi á Ólafsfirði.
Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll

Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 

Lögregla á Norðurlandi eystra greinir frá þessu í færslu á Facebook þar sem segir ennfremur að rannsókn á málinu gangi vel.

Upphaflega voru þrír einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að karlmaður var stunginn til bana í Ólafsfirði á mánudaginn í síðustu viku, tvær konur og einn karlmaður.

Konurnar tvær voru á fimmtudag og föstudag leystar úr haldi lögreglu en maðurinn varð áfram í gæsluvarðhaldi. Nú hefur gæsluvarðhaldið yfir honum verið framlengt.

Rannsókn lögreglu á málinu miðar vel. Lögregla segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus

Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum.

Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna

Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×