Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 14:53 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við rannsókn á vettvangi á Ólafsfirði í gær. Vísir Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27. Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Samfélagið á Ólafsfirði er slegið eftir að atburðina í fyrri nótt. Þá brugðust lögreglumenn og sjúkraliðar við ósk um aðstoð í fjölbýlishúsi við Ólafsveg. Endurlífgunartilraunir voru hafnar á vettvangi þegar fyrstu lögreglumenn mættu á vettvang. Þær tilraunir báru ekki árangur og var karlmaðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Fjögur voru handtekin og þrjú úrskurðuð í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins og lítið vilja gefa upp. Höfðu verið gift í innan við ár Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni 46 ára karlmaður búsettur á Ólafsfirði. Karlmaðurinn giftist konu um áramótin eftir tæplega ársgamalt samband þeirra. Konan er meðal hinna handteknu. Karlmaður nokkur búsettur á Suðurlandinu var gestur á Ólafsfirði þennan dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann kominn til að aðstoða vinkonu sína, eiginkonu hins látna, sem hafi látið illa af sambandinu. Vinkona þeirra er búsett í fjölbýlishúsinu við Ólafsveg og hafði fyrr um kvöldið farið á heimili hjónanna og sótt föt í hennar eigu. Planið hafi verið að hjálpa henni út úr sambandinu. Hinn látni hafi, samkvæmt heimildum, komið í íbúðina þar sem vinirnir þrír hafi verið um nóttina. Hann hafi verið ósáttur við framvindu mála. Hvað gerðist í íbúðinni er til rannsóknar hjá lögreglu en ljóst er að eggvopn voru á lofti. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfesti við fréttastofu í gær að auk hins látna hefði annar aðili hlotið stungusár. Sá hefði fengið aðhlynningu á slysadeild. Annað vildi Arnfríður Gígja ekki staðfesta. Þá sagði hún í samtali við fréttastofu í dag að lögregla myndi ekki svara neinum spurningum varðandi málið að svo stöddu. Flutt til Reykjavíkur Heimildir fréttastofu herma að samband hjónanna, hins látna og hinnar handteknu, hafi verið stormasamt. Heimilisofbeldi hefur verið nefnt í því samhengi. Um er að ræða fólk sem verið hefur í neyslu og átt erfitt uppdráttar í samfélaginu. Lögregla hefur þurft að hafa afskipti af þeim og þá hafa þau hvort fyrir sig staðið í stappi við barnavernd. Hin þrjú handteknu verða flutt í fangelsið á Hólmsheiði í dag samkvæmt upplýsingum RÚV. Fangelsið er eina gæsluvarðhaldsfangelsið á landinu. Þó er heimilt að halda fólk í gæsluvarðhaldi í fjóra daga á lögreglustöð auk þess sem fangageymslur eru fyrir norðan. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins að harmleikurinn á Ólafsfirði snerti alla íbúa bæjarfélagsins. „Sumir einstaklingar eru í kjölfarið bognir, aðrir brotnir. Þegar að sorgaratburður sem þessi á sér stað, eru það ekki einungis fórnarlömb og gerendur sem eiga um sárt að binda, heldur einnig fjölskyldur, vinir og aðstandendur þeirra sem eiga í hlut,“ segir Sigríður. „Lögreglan vinnur faglega að rannsókn málsins og mun upplýsa staðreyndir þess eftir því sem þær liggja fyrir. Við skulum öll hafa í huga, að aðgát skal ávallt höfð í nærveru sálar. Á það sérstaklega við á erfiðum stundum sem þessum.“ Þá biðlar hún til fjölmiðla að virða mörk gagnvart aðstandendum málsins. Uppfært klukkan 15:27.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Fjallabyggð Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent