Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2022 08:40 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ræðir við fréttamenn i Seúl. Hann segir þjóð sinni að hafa ekki of miklar áhyggjur af kjarnorkubrölti Norður-Kóreu jafnvel þó að ógnin sé alvarleg. AP/Ahn Jung-hwan Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang sögðu frá því í gær að tilgangur ítrekaðra flugskeytatilrauna þeirra upp á síðkastið hafi verið að líkja eftir kjarnorkuárásum á skotmörk í Suður-Kóreu. Tilraunirnar hafi verið stjórnvöldum í Washington og Seúl viðvörun vegna heræfinga þeirra. Moon Hong Sik, talsmaður suðurkóreska varnarmálaráðuneytisins, segir kjarnorkuhótanir norðanmanna afar alvarlegar. Eldflaugavarnarkerfi Suður-Kóreu ráði þó við að finna og stöðva þau eldflaugakerfi sem Norðurkóreumenn segjast hafa notað í tilraunum undanfarinna vikna, að því er AP-fréttastofan segir frá. Sumir sérfræðingar vara þó við því að ný hljóðfrá stýriflaug Norðurkóreumanna kunni að geta brotist í gegnum varnir Suður-Kóreu og Bandaríkjanna. Ef Norðurkóreumenn skytu nokkrum flugskeytum frá nokkrum stöðum í einu kynni það að reynast bandalagsríkjunum erfitt að ná þeim öllum. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, vill styrkja varnir landsins. Rætt hefur verið um koma upp njósnagervihnöttum, eftirlitsdrónum og fleiri njósnatækjum til að fylgjast betur með nágrannaríkinu í norðri. „Norður-Kórea hefur stöðugt unnið að þróun kjarnavopnagetu sinnar og ógnar nú ekki aðeins Suður-Kóreu heldur öllum heiminum en ég held að Norður-Kórea græði ekkert á kjarnorkusprengjum,“ sagði forsetinn.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Sjá meira
Æfðu notkun kjarnavopna til að „gereyða“ óvinunum Stjórnvöld í Pjongjang í Norður-Kóreu staðfesta að nýlegar eldflaugatilraunir þeirra hafi verið æfing í notkun skammdrægra kjarnavopna gegn suður-kóreskum og bandarískum skotmörkum. Kim Jong-un, einræðisherra landsins, boðar frekari slíkar tilraunir. 10. október 2022 10:35