Viðar Örn skoraði bæði í sigri | Arnór Ingvi skoraði þegar Norrköping henti frá sér unnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 19:31 Arnór Ingvi var á skotskónum í kvöld. Twitter@ifknorrkoping Íslendinglið Atromitos í Grikklandi vann 2-1 sigur á Giannina í úrvalsdeildinni þar í landi þökk sé tveimur mörkum frá Viðari Erni Kjartanssyni. Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Norrköping í því sem virtist ætla að vera öruggur sigur á Mjallby, lokatölur hins vegar 2-2 þar á bæ. Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum. Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Viðar Örn og Samúel Kári Friðjónsson voru í byrjunarliði Atromitos sem tók á móti Giannina í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust gestirnir yfir á 63. mínútu en skömmu þar áður hafði Samúel Kári verið tekinn af velli. Viðar Örn jafnaði metin á 75. mínútu og tryggði svo sigurinn með marki fjórum mínútum fyrir leikslok. Nældi Selfyssingurinn sér í gult spjald í fagnaðarlátunum. Hann var svo tekinn af velli í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 Íslendingaliðinu í vil en Atromitos er nú með 11 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum. Á sama tíma er Hörður Björgvin Magnússon og liðsfélagar hans í Panathinaikos á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eða 21 talsins. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Norrköping líkt og Ari Freyr Skúlason þegar Mjallby kom í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá var Andri Lucas Guðjohnsen á varamannabekk liðsins. Arnór Sigurðsson var hins vegar hvergi sjáanlegur í kvöld. Christoffer Nyman kom heimaliðinu yfir eftir stundarfjórðung og var það eina mark fyrri hálfleiks. Arnór Ingvi skoraði svo eftir rúma klukkustund með skoti úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarveggnum og flaug þaðan í netið. Óverjandi fyrir markvörð gestanna. Arnor Ingvi Traustasons frispark går via muren och in i mål! 2-0 för IFK Norrköping.Se matchen på https://t.co/ocJJkbqFRn pic.twitter.com/r4YvY9KkN7— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Andri Lucas kom svo inn af bekknum á 65. mínútu og nældi sér í gult tíu mínútum síðar. Upp úr aukaspyrnunni tókst gestunum að minnka muninn, staðan orðin 2-1 og stundarfjórðungur til leiksloka. Silas Nwankwo reducerar till 2-1 för Mjällby med kvarten kvar att spela. pic.twitter.com/ntmWOEmE6q— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þegar fjórar mínútur voru til loka venjulegs leiktíma fékk Amir Al Ammari beint rautt spjald í liði Mjallby og gestirnir því marki undir og manni færri það sem eftir lifði leiks. Rött kort på Amir Al-Ammari i Mjällby efter den här situationen. pic.twitter.com/NouFmpvhvs— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Þér létu það ekki á sig fá og tókst að jafna metin þegar venjulegum leiktíma lauk. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Íslendinglið Norrköping er nú með 29 stig að loknum 25 leikjum. Carlos Moros Gracia kvitterar till 2-2 när Mjällby spelar med en man mindre! pic.twitter.com/Lkf1DybBoE— discovery+ sport (@dplus_sportSE) October 10, 2022 Í öðrum leikjum þá spilaði Aron Sigurðarson 76 mínútur og nældi sér í gult spjald þegar AC Horsens gerði markalaust jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Horsens er í 8. sæti með 15 stig að loknum 12 leikjum.
Fótbolti Gríski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira