Fjölskylda Amini fær líflátshótanir Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2022 16:01 Mótmælandi heldur á mynd af Möhsu Amini á samstöðufundi í París á dögunum. Vísir/EPA Hótunum hefur rignt yfir fjölskyldu Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu sem lést í haldi siðgæðislögreglu Íran. Fjölskyldan segir að klerkastjórnin beiti hana þrýstingi að ræða ekki við mannréttindasamtök eða koma nálægt mótmælunum sem brutust út vegna dauða Amini. Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Konur og táningsstúlkur hafa verið aðaldrifkrafturinn í einum mestu mótmælum í Íran á síðustu árum. Amini lést í haldi siðgæðislögreglunnar eftir að útsendarar hennar stöðvuðu hana fyrir að brjóta strangar reglur um klæðaburð kvenna í síðasta mánuði. Fjölskylda hennar segir að hún hafi verið barin til dauða en yfirvöld segja að hún hafi verið veik fyrir. Erfan Mortezai, frændi Amini, segir breska ríkisútvarpinu BBC að embættismenn setji mikinn þrýsting á fjölskylduna að ræða ekki við mannréttindasamtök eða nokkurn utan landsins um dauða hennar. Blandi fjölskyldan sér í mótmælin gæti hún verið drepin. Amini var Kúrdi og Erfan frændi hennar berst fyrir stjórnarandstöðuflokk Kúrda sem er bannaður í Íran. Raunverulegt eiginnafn hennar er Zhina en þar sem írönsk yfirvöld banna kúrdísk nöfn heitir hún Mahsa á öllum opinberum skjölum. „Zhina var venjuleg manneskja, hún var ekki pólitísk. Stjórnin hefur skáldað upp sviðsmyndir og upplýsingafals og sagt að Zhina hafi verið í sambandi við mig og ég hafi kennt henni og sent hana til Írans til að gera ákveðna hluti þegar staðreyndin er sú að þetta á sér enga stoð,“ segir frændi hennar. Sjálfur segist Erfan hafa fengið fjölda hótana, þar á meðal um að ef hann láti sjá sig í Íran verði honum rænt og hann myrtur. Flokkurinn sem hann berst fyrir starfar nú í Írak.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09 Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. 7. október 2022 12:09
Skellir skuldinni á Bandaríkin og Ísrael Æjatolla Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, kenndi Bandaríkjunum og Ísrael um mótmæli á götum landsins í fyrstu opinberu ummælum sínum um óróann í dag. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar. 3. október 2022 20:54