Neita því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára mótmælanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2022 12:09 Mótmælin í Íran hafa verið borin upp af konum og ekki síst unglingsstúlkum. AP/Vahid Salemi Írönsk yfirvöld hafna því að öryggissveitir hafi drepið sextán ára gamla stúlku á mótmælum sem brutust út í kjölfar dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu. Þau halda því fram að stúlkan hafi svipt sig lífi með því að kasta sér fram af húsþaki. Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra. Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Ein mestu mótmæli á síðari árum brutust út í Íran eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar konu, í haldi siðgæðislögreglunnar í Teheran í síðasta mánuði. Lögreglumennirnir höfðu stöðvað Amini fyrir meint brot á strangri löggjöf um klæðaburð kvenna en þeim er skylt að hylja hár sitt með höfuðslæðu. Aðstandendur Amini segja að lögreglumenn hafi barið hana til dauða en opinber skýring klerkastjórnarinnar var að hún hefði verið heilsuveil og látist af völdum hjartaáfalls. Réttarmeinarfræðingar stjórnvalda sögðu í dag að Amini hefði látist af völdum líffærabilana vegna súrefnisskorts til heila en ekki vegna barsmíða. Sarina Esmaeilzadeh, sextán ára gömul stúlka, er sögð hafa látist þegar lögreglumenn börðu hana með kylfum í höfuðið á slíkum mótmælum í september. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa meðal annars haldið því fram. Yfirvöld í Alborz-héraði þar sem Esmaeilzadeh lést segja að bráðabirgðarannsókn bendi til þess að hún hafi kastað sér fram að fimm hæða byggingu og látið lífið. Fullyrðingar um annað séu lygar stjórnarandstöðufjölmiðla. Móðir hennar hafi sagt að hún hafi áður reynt að fyrirfara sér, að því er segir í frétt Reuters. Fyrr í þessari viku gáfu yfirvöld sömu skýringar á dauða Niku Shakarami, sautján ára gamallar stúlku, sem mótmælendur segja að hafi látist á mótmælum vegna dauða Amini í Teheran. Hún hafi fallið af húsþaki en mögulega hafi verkamenn kastaði henni. Móðir Shakarimi fullyrðir aftur á móti að yfirvöld ljúgi til um dauða dóttur hennar. Hún hafi sjálf séð áverka á líki dóttur sinnar sem stangist á við skýringar þeirra.
Íran Trúmál Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20 Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði. 28. september 2022 12:20
Konur brenna slæður sínar í Íran Íranskar konur hafa undanfarin fimm kvöld mótmælt hijab-lögum landsins eftir að 22 ára gömul kona lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að nota ekki hijab-slæðu á almannafæri en lést degi síðar. 21. september 2022 07:13