Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 13:50 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Embætti ríkissaksóknara telur að ný gögn séu komin fram í nauðgunarmáli frá árinu 2020 sem lögregla hafði vísað frá. Héraðsdómari hafði fallist á kröfu ákærða um að málinu skuli endanlega vísað frá vegna annmarka á málsmeðferð. vísir/vilhelm Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni. Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsaga málsins er meint líkamsárás og nauðgun í Garðabæ í mars 2020. Þar er ákærða gefið að sök að hafa veist að brotaþola, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Segir í ákæru að brotaþoli hafi hlotið opið sár á höfði og áverka á höndum og fótum. Ákærða var tilkynnt af lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu að rannsókn málsins yrði hætt þar sem ekki væri grundvöllur til að halda henni áfram. Kærði brotaþoli þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem vísaði kærunni frá þar sem kærusfrestur var liðinn en lagði fyrir lögreglu að taka upp rannsókn málsins að nýju. Með úrskurði héraðsdóms Reykjaness var fallist á kröfu ákærða um frávísun málsins þar sem ákvörðun lögreglustjórans um að hætta rannsókn hefði ekki verið felld úr gildi. Landsréttur var þessu ósammála og felldi í vikunni úrskurð Héraðsdóms úr gildi. Í úrskurði Landsréttar er vísað til þess að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Ríkissaksóknari hafi metið það svo að ný sakargögn væru fram komin og að ekki séu efni til þess að hnekkja því mati ríkissaksóknara. Rök héraðsdómara um að ríkissaksóknari gæti ekki vísað frá kæru brotaþola vegna liðins kærufrests og lagt fyrir lögreglu að halda rannsókn áfram voru því ekki talin halda vatni. Héraðsdómur taldi einnig að málsmeðferðartími ríkissaksóknara hafi brotið gegn meginreglum sakamálaréttarfars um hraða málsmeðf en fimm mánuðir liðu frá því kæra barst honum þar til ákvörðun um endurupptöku var tekin. Þessu var hafnað í úrskurði Landsréttar. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Garðabær Kynferðisofbeldi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira