Fótbolti

Alberti og félögum mistókst að tylla sér á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson lék allan leikinn í liði Genoa í kvöld.
Albert Guðmundsson lék allan leikinn í liði Genoa í kvöld. vísir/Getty

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Cagliari í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sigur hefði lyft liðinu í það minnsta tímabundið í efsta sæti deildarinnar.

Albert var á sínum stað í byrjunarliði Genoa og lék allan leikinn úti á vinstri kanti. Þrátt fyrir nokkra yfirburði heimamanna í Genoa í leiknum tókst liðinu ekki að finna netmöskvana og niðurstaðan því markalaust jafntefli.

Albert og félagar sitja því í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig eftir átta leiki, en liðin í fyrsta til fjórða sæti eru öll jöfn að stigum. Hin liðin þrjú eiga þó öll einn leik til góða á Albert og félaga og Genoa gæti því setið í fjórða sæti að umferðinni lokinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.