Fótbolti

Enn og aftur brotist inn til Di María

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ángel Di María gekk í raðir Juventus frá Paris Saint-Germain í sumar.
Ángel Di María gekk í raðir Juventus frá Paris Saint-Germain í sumar. getty/Marco Canoniero

Innbrotsþjófar halda áfram að gera argentínska fótboltamanninum Ángel Di María lífið leitt.

Þrír bíræfnir einstaklingar reyndu að brjótast inn hjá Di María á heimili hans í Tórínó í gær. Hann var heima hjá sér ásamt fjölskyldu sinni og ónefndum samherja hjá Juventus. Þjófavarnarkerfið á heimili Di Marías fór í gang og einn innbrotsþjófanna var handtekinn. Leitin að hinum tveimur stendur enn yfir.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum heyrðu nágrannar Di Marías skothljóð og byssa fannst nálægt heimili Argentínumannsins.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem brotist er inn til Di Marías. Á eina tímabili hans hjá Manchester United, 2014-15, var brotist inn hjá honum og það hafði mikil áhrif á ákvörðun hans að yfirgefa England. 

Síðasta vor var svo brotist inn á heimili Di Marías í París. Honum var skipt af velli í hálfleik í leik með Paris Saint-Germain eftir að í ljós kom að fjölskylda hans var á heimilinu þegar brotist var þar inn. Þjófarnir stálu skartgripum að verðmæti 64 milljónum króna. Eiginkona Di María og dætur þeirra tvær rákust þó aldrei á innbrotsþjófana.

Di María lagði upp öll mörk Juventus í 1-3 sigrinum á Maccabi Haifa í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.