Innlent

Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lóðastækkanir við Einimel vöktu hörð viðbrögð fyrr á árinu.
Lóðastækkanir við Einimel vöktu hörð viðbrögð fyrr á árinu.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana.

Gögnin varða umdeildar lóðastækkanir í Vesturbæ. Þegar þau voru fyrst afhent miðlinum var búið að hylja nöfn borgarstarfsmanna og húseigenda umrædddra lóða við Einimel.

Það er Fréttablaðið sjálft sem greinir frá.

Í blaðinu er haft eftir Gunnari Hersveini Sigursteinssyni, verkefnastjóra miðlunar hjá Reykjavíkurborg, að um sé að ræða vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð frá 2018. Niðurstaða úrskurðarnefndar hljóti að verða til þess að menn þurfi að breyta verklaginu.

Úrskurðarnefndin segir það hafa grundvallarþýðingu út frá réttaröryggissjónarmiðum að upplýst sé um nöfn þeirra sem koma að meðferð mála í stjórnsýslunni. Að öðrum kosti sé hvorki fjölmiðlum né almenningi mögulegt að ganga úr skugga um að viðkomandi einstaklingar væru til þess bærir að taka umræddar ákvarðanir eða hvort aðstæður væru með þeim hætti að tilefni væri til að efast um hæfi viðkomandi.

Upplýsingar af þessm toga væru afar mikilvægar til að fjölmiðlar og almenningur gæti sinnt aðhaldshlutverki sínu gagnvart opinberum aðilum og það sama gilti í þessu tilviki um nöfn lóðarhafa og einstaklinga sem kæmu fyrir í gögnunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×