Fótbolti

Davíð Þór: Þetta eru vonbrigði

Henry Birgir Gunnarsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, segir mál Eiðs Smára mikil vonbrigði.
Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, segir mál Eiðs Smára mikil vonbrigði. Vísir/Stöð 2

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, talaði við leikmenn liðsins fyrir æfingu í dag enda mikið gengið á. Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar sem þjálfari seinnipartinn vegna persónulegra vandamála og óljóst hvort eða hvenær hann snúi til baka.

„Dagurinn hefur farið í þetta mál og mörg samtöl átt sér stað. Þetta var niðurstaðan,“ sagði Davíð Þór við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Kaplakrika síðdegis.

Hann bætti við að ákvörðunin hefði verið erfið.

„Við ætlum ekkert nánar út í smáatriði en tilkynningin segir hvernig staðan er. Þetta eru vonbrigði.“

Davíð segir að ekki hafi komið til greina að reka þjálfarana út af slöku gengi liðsins og FH-ingar séu sammála um að Sigurvin Ólafsson muni leiða þá úr ógöngum. Sigurvin hefur verið aðstoðarmaður Eiðs en stígur nú upp sem aðalmaðurinn í brúnni.

„Það kemur í ljós hvort hann fái aðstoðarmann. Við mætum tilbúnir í alvöru leik gegn Leikni á sunnudag.“

Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Davíð Þór um Eið Smára

Tengdar fréttir

Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm

Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð.

Stjórn FH fundar um stöðu Eiðs Smára eftir ölvunarakstur

Stjórn knattspyrnudeildar FH situr þessa stundina fund þar sem staða Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara liðsins, er umræðuefnið. Staða hans er sögð óörugg þar sem hann var nýlega tekinn drukkinn undir stýri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.