Innlent

Vildi fá greitt fyrir ó­um­beðna heim­sókn

Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Atvikið átti sér stað í Grafarholti.
Atvikið átti sér stað í Grafarholti. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Einnig segir frá því að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af ölvuðum manni inni á veitingastað í miðborginni og vísað honum þaðan út.

Ennfremur var lögregla kölluð út eftir að tilkynnt var um óvelkominn einstakling í fjölbýlishúsi í Grafarholti í Reykjavík. Hann hafði þar krafið íbúa um pening, en eftir að lögregla mætti á staðinn neitaði maðurinn að gefa upp kennitölu og nafn og var hann handtekinn og fluttur í fangageymslu lögreglu.

Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn í umdæmi lögreglustöðvar 1 sem sér um Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes og einn í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sér um Kópavog og Breiðholt. Sá sem stöðvaður var í umdæmi lögreglustöðvar 1 reyndi að stinga lögreglu af en var stöðvaður stuttu síðar. Þá kom í ljós að hann var einnig próflaus.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×