Fótbolti

Leipzig fór auð­veld­lega í gegnum Celtic | Salz­burg á topp E-riðils

Atli Arason skrifar
Christopher Nkunku fagnar marki sínu gegn Celtic í dag.
Christopher Nkunku fagnar marki sínu gegn Celtic í dag. Getty Images

Red Bull liðin Leipzig og Salzburg unnu bæði sigra í sínum leikjum í fyrstu viðureignum Meistaradeildar Evrópi í dag.

Þýska liðið RB Leipzig vann 3-1 sigur á heimavelli gegn skoska stórveldinu Celtic. Christopher Nkunku kom Leipzig yfir á 27. mínútu en Nkunku hefur verið sterklega orðaður við Chelsea að undanförnu.

Jota jafnaði leikinn fyrir Celtic í upphafi síðari hálfleiks áður en Andre Silva skoraði tvö mörk fyrir Leipzig og þar við sat.

Með sigrinum fer Leipzig upp fyrir Celtic í þriðja sæti F-riðils. Leipzig er nú með 3 stig á meðan Celtic er í botnsætinu. Real Madrid og Shakhtar Donetsk mætast í Madríd í hinum leik riðilsins klukkan 19.00.

Í Austurríki vann RB Salzburg 1-0 sigur á Króötunum frá Dinamo Zagreb í E-riðli en Noah Okafor skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu.

Með sigrinum fer Salzburg á topp E-riðils með fimm stig en Zagreb er í þriðja sæti með þrjú stig. AC Milan og Chelsea eigast við síðar í kvöld í hinum leik riðilsins en Milan gæti endurheimt toppsætið með sigri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.