Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 18:55 Alexander Dugin, ráðgjafi Pútíns forseta, sygir dóttur sína Dariu við minningarathöfn í ágúst. Hún var fórnarlamb bílsprengju nærri Moskvu. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni. Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Daria Dugina, þrítug dóttir Alexanders Dugin, lét lífið þegar bíll sem hún ók sprakk í loft upp nærri Moskvu í ágúst. Faðir hennar er harðlínuþjóðernissinni sem hefur verið lýst sem „heilanum“ á bak við innrás Pútíns forseta í Úkraínu. Daria hafði sjálf haslað sér völl í stjórnmálum og endurómað skoðanir föður síns um Rússar ættu að brjóta úkraínskt land undir sig. New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum sínum innan bandarísku leyniþjónustunnar að hún telji að einhver innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á tilræðið. Stjórnvöld í Kænugarði neituðu aðild að árásinni í kjölfar hennar og ítreka þær neitanir nú. Bandaríkjastjórn er sögð hafa verið upplýst um þetta mat leyniþjónustunnar í síðustu viku. New York Times segir að hún hafi ekki haft vitneskju um árásina fyrir fram og ekki lagt fram neina aðstoð. Bandarískir embættismenn hafi veitt úkraínskum starfssystkinum sínum ákúrur vegna banatilræðisins. Óljóst hvort Selenskíj hafi samþykkt tilræðið Bandarísk yfirvöld óttast að tilræðið geti stigmagnað átök Rússa og Úkraínumanna. Kremlverjar gætu brugðist við með sínum eigin tilræðum gegn úkraínskum embættismönnum. Embættismenn í Bandaríkjunum eru einnig sagðir gramir yfir því að úkraínskir bandamenn þeirra láti lítið uppi um hernaðaraðgerðir og leynilegar aðgerðir, sérstaklega í Rússlandi. Ekki liggur fyrir hver var skotmark bílsprengjunnar en bandaríska embættismenn grunar að það hafi verið Alexander Dugin. Útsendararnir sem komu sprengjunni fyrir hafi talið að hann yrði í bílnum með dóttur sinni. Rússnesk stjórnvöld kenndu úkraínsku leyniþjónustunni fljótt um morðið. Héldu þau því fram að úkraínsk kona hefði komið sprengjunni fyrir en að hún hafi komist undan til Eistlands. New York Times segir að heimildarmenn blaðsins hafi ekki gefið upp hvaða hluti úkraínsku stjórnarinnar hefði samþykkt áform um árásina eða hvort að Volodýmýr Selenskíj forseti hafi veitt vilyrði sitt fyrir henni.
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00