„Gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. október 2022 07:02 Dagur Dan Þórhallsson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á honum þegar hann gekk til liðs við Breiðablik frá Mjøndalen í Noregi fyrir tímabilið, en hann hefur heldur betur sannað sig. „Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira
„Það voru nokkrir sem töluðu um að ég væri ekki nógu góður fyrir Breiðablik þannig að það er gott að maður hafi náð að sokka allavega einhverja. Það er bara gaman,“ sagði Dagur í samtali við Stöð 2 í gær. Hann segir einnig að hlutirnir hafi smollið saman þegar hann fór að spila fyrir þá grænklæddu í Kópavoginum. „Það breytist nú voðalega lítið. Ég er bara búinn að vera að æfa mjög mikið frá því að ég var polli og frá því að þú tókst viðtal við mig held ég bara,“ sagði Dagur við hinn margreynda íþróttefréttamann Guðjón Guðmundsson, Gaupa. „Þetta svolítið datt bara fyrir mann loksins. Þetta eru búin að vera fimm ár af smá brasi, en maður er búinn að læra helling. Síðan small þetta bara allt saman hjá Breiðablik sem er bara gaman.“ Þá segir Dagur að markmiðið sé auðvitað að fara aftur út í atvinnumennsku. „Maður er alltaf með það markmið að ætla að fara út í atvinnumennsku aftur. Við sjáum bara hvað gerist. Kannski gerist það einhverntíman, en ég er svo sem ekkert að flýta mér með það. Ég er samningsbundinn Breiðabliki til 2024 og það er bara virkilega gaman.“ Klippa: Dagur Dan hefur stolið senunni í Bestu-deildinni Dagur var einnig spurður að því hvort hann hafi séð það fyrir áður en tímabilið hófst að hann yrði einn af albestu leikmönnum tímabilsins. Dagur var þó hógværðin uppmáluð og sagði að það væri annarra að meta hvort hann hafi virkilega verið með betri leikmönnum deildarinnar í sumar. „Það er þitt að meta. Ég reyni bara að spila hvern leik og reyni að spila hann virkilega vel. Það hefur gengið mjög vel hingað til. Það er bara gaman að maður sé að gera eitthvað rétt.“ „Þetta er besta liðsheild sem ég hef verið í. Þetta eru frábærir strákar og við erum allir mjög góðir vinir og náum vel saman. Ég myndi hoppa fyrir byssukúlu fyrir þá alla.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Sjá meira