Fótbolti

Vardy þarf að greiða Rooney tæpar 250 milljónir í málskostnað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rebekah Vardy ásamt eiginmanni sínum, Jamie Vardy.
Rebekah Vardy ásamt eiginmanni sínum, Jamie Vardy. Neil Mockford/GC Images

Rebekah Vardy, eiginkona knattspyrnumannsins Jamie Vardy, mun þurfa að borga Coleen Rooney, eiginkonu fyrrverandi knattspyrnumannsins Wayne Rooney, um 1,5 milljón punda eftir að hafa tapað meiðyrðamáli gegn hinni síðarnefndu á dögunum.

Það samsvarar tæpum 250 milljónum íslenskra króna, en þær stöllur höfðu átt í deilum í um þrjú ár. Uppspretta deilnanna var sú að Coleen Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.

Eftir að málið hefur verið gert upp kemur fram í málsgögnum að Vardy muni þurfa að greiða 90 prósent af málskostnaði Rooney. Vardy mun þurf að greiða 800 þúsund pund fyrir 15. nóvember samkvæmt gögnunum.

Lögfræðiteymi Rooney hefur enn ekki komist að endanlegri upphæð sem þau munu senda reikning fyrir, en talan sem birtist í réttarsal var 1.667.860 pund. 90 prósent af þeirri tölu er um það bil ein og hálf milljón punda.

Rooney greiddi þó alls yfir tvær milljónir punda í málskostnað, en 350 þúsund pund höfðu þegar verið greidd fyrir réttarhöldin í maí og telja því ekki með.

Rooney hafði óskað eftir því að Vardy myndi greiða allan málskostnaðinn, en Vardy hafði farið fram á að greiða aðeins 80 prósent.


Tengdar fréttir

Coleen Rooney semur við Disney um Wagatha-heimildarþætti

Coleen Rooney, athafnakona og eiginkona Wayne Rooney, hefur skrifað undir samning við streymisveituna Disney+ sem nemur mörgum milljónum Bandaríkjadala. Samningurinn tryggir veitunni rétt á sýningu þáttaraðar um Wagatha Christie-dómsmálið svokallaða.

Var­dy tapaði knatt­spyrnu­eigin­konu­málinu

Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.

Tekist á um horfna síma, ó­nýta tölvu og fræga af­hjúpun í máli Var­dy gegn Roon­ey

Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.