Erlent

Talinn hafa svívirt lík rúmlega hundrað kvenna og stúlkna

Samúel Karl Ólason skrifar
David Fuller er 67 ára gamall. Hann hefur játað að svívirða 78 lík en rannsókn bendir til þess að raunverulegur fjöldi þeirra sé minnst 101.
David Fuller er 67 ára gamall. Hann hefur játað að svívirða 78 lík en rannsókn bendir til þess að raunverulegur fjöldi þeirra sé minnst 101.

David Fuller, breskur rafvirki sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða tvær konur árið 1987 og hefur játað að hafa svívirt 78 lík, hefur verið ákærður fyrir sextán brot til viðbótar.

Fuller vann sem rafvirki fyrir sjúkrahús í Kent í Bretlandi. Yfir tólf ára tímabil, frá 2008 til 2012, tók hann sig upp svívirða tugi líka í líkhúsum sjúkrahúsanna. Þar á meðal voru lík níu ára stúlku og lík hundrað ára gamallar konu.

Hann var handtekinn í desember 2020 vegna gruns um að hann hefði myrt þær Wendy Knell og Caroline Pierce í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Sökudólgurinn fannst aldrei á sínum tíma en ný greining á erfðaefni sem fannst á báðum konunum benti til sektar Fullers.

Sjá einnig: „Skæðasti náriðill Bretlands“ játaði tvö morð og níð á líkum tuga kvenna og stúlkna

Eiginkona Fullers fór frá honum eftir að hann var handtekinn.

Lögreglan í Kent birti þetta myndband í fyrra, sem sýnir hvernig lögregluþjónar fundu falda harða diska þar sem hann geymdi myndefnið sem hann hafði tekið upp.

Nýleg rannsókn bendir til þess að Fuller, sem er 67 ára gamall, hafi brotið á minnst 101 líkum á líkhúsum í Kent og hefur hann verið ákærður í tengslum við það, samkvæmt frétt Sky News. Búið er að bera kennsl á þrettán af 23 líkunum sem hann er sagður hafa svívirt.

Fuller stendur nú frammi fyrir sextán nýjum kærum vegna þessarar rannsóknar.

Þá rannsakar breska þingið einnig hvernig Fuller gat svívirt eins mörg lík og hann gerði og svona lengi, án þess að upp um hann komst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×