Innlent

Sparkaði í líkama og sló í­trekað í and­lit starfs­manns Krónunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Húsnæði Krónunnar í Árbæ í Reykjavík.
Húsnæði Krónunnar í Árbæ í Reykjavík. Krónan

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að starfsmanni verslunar Krónunnar í Rofabæ í Reykjavík í janúar 2021. Maðurinn sparkaði í líkama starfsmannsins og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit.

Maðurinn játaði skýlaust brotið og er árásin sögð hafa verið með fullu tilefnislaus. Hinn dæmdi hefur áður hlotið dóm, meðal annars þjófnaðarbrot og rán.

Fram kemur í dómnum að árásarmaðurinn glími við fíknivanda. Þegar litið sé til sakaferils ákærða, þess að hvorki sé langt liðið frá því að brot hans hafi verið framið né komin reynsla á að ákærði geti haldið sig frá neyslu, mat dómarinn það sem svo að ekki sé tilefni til að fresta fullnustu refsingarinnar.

Manninum var jafnframt gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, alls rúmlega 220 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×