Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Manndráp á Ólafsfirði, lækkuð veiðiráðgjöf loðnu, málefni hinsegin fólks og stríðið í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Margir hafa nýtt sér áfallahjálp kirkjunnar og Rauða krossins í kjölfar manndrápsins á Ólafsfirði í fyrrinótt.

Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar um ríflega helming á milli ára. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir mælingar undir væntingum.

Starfshópur um hatursorðræðu hyggst efna til opins fundar í október. Samtöl við hagsmunaaðila hafa verið góð og á stundum tilfinningaþrungin.

Hersveitir Úkraínu sækja fram í suðri og austri og Rússar hörfa. Frakklandsforseti vill mynda bandalag lýðræðisríkja í Evrópu.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.