Innlent

Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kornrækt er þáttur í að stuðla að fæðuöryggi á Íslandi.
Kornrækt er þáttur í að stuðla að fæðuöryggi á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Þar er haft eftir Hermanni Inga Gunnarssyni, bónda í Klauf, að ekkert tryggingafélag tryggi fyrir áföllum í kornrækt. Greinin sé áhættusöm og víðast hvar annars staðar tryggi stjórnvöld kornbændur. 

Hermann Ingi segist hins vegar hallast að því að loforð stjórnmálamanna um að efla kornrækt séu ekkert nema orðin tóm. Styðja þurfi við uppbyggingu innviða og koma að fjárfestingu þar sem hún sé ekki á færi einstaklinga.

Hann nefnir nýja þurrkara og korngeymslur sem dæmi.

„Okkur langar til að þurrka meira en korn. Ef byggð yrði önnur þurrkstöð myndum við nota hana til að þurrka hálminn og gera meiri verðmæti úr honum. Með því væri hægt að búa til afurðir sem gætu komið í stað innfluttra vara.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×