Fótbolti

Guardiola: Haaland fær allt, Messi gat skapað allt

Atli Arason skrifar
Erling Haalnd og Pep Guardiola fagna þrennu Haaland gegn Crystal Palace.
Erling Haalnd og Pep Guardiola fagna þrennu Haaland gegn Crystal Palace. Getty Images

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neyddist til að bera saman þá Erling Haaland og Lionel Messi, þar sem hann sagði Messi hafa ákveðið forskot á þann norska.

Haaland hefur farið frábærlega af stað með Manchester City en leikmaðurinn hefur skorað 17 mörk í fyrstu 11 leikjum sínum með City í öllum keppnum á tímabilinu.

Árið 2008 tók Guardiola við Barcelona, á svipuðum tímapunkti og Messi var að brjótast fram á sjónarsviðið sem einn besti leikmaður heims. Saman unnu þeir þrennuna með Barcelona, Meistaradeildina, spænsku deildina og spænska bikarinn tímabilið 2008/09.

Messi fékk sín fyrstu Ballon d'Or verðlaun í lok tímabils, verðlaun sem besti leikmaður heims, sem hann átti að endingu eftir að vinna alls sjö sinnum, oftast allra í sögu fótboltans.

Eftir sigur Manchester City á Manchester United var Pep Guardiola spurður út í samanburðinn á milli þessara tveggja markaskorara.

„Mismunurinn er sá að Haaland þarf á liðsfélögum sínum að halda til að skora mörk en þegar hann fær allt er hann ótrúlegur. Messi hafði hins vegar hæfileikana til að skapa allt sjálfur,“ sagði Guardiola.

Þegar Messi var 22 ára hafði hann skorað 44 mörk í 112 leikjum fyrir Barcelona. Í samanburði er Haaland á sama aldri í dag og hefur skorað 152 mörk í 194 leikjum fyrir Molde, Leipzig, Dortmund og Manchester City. 


Tengdar fréttir

Ógn­vænleg töl­fræði Haaland vekur at­hygli

Erling Haaland, leikmaður Manchester City, hefur verið óstöðvandi í upphafi leiktímabils í ensku úrvalsdeildinni. Með álíka áframhaldi mun Norðmaðurinn bæta öll helstu markamet deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.