Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 15:00 Klopp hefur trú á Nunez þó erfiðlega hafi gengið í upphafi tímabils. Peter Byrne/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira