Haaland byrjaður að eigna sér met - „Banvæn blanda af mörgum bestu framherjum samtímans“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2022 07:02 Óstöðvandi afl. vísir/Getty Norska markamaskínan Erling Braut Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa gengið í raðir Man City frá Borussia Dortmund í sumar. Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg. Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Þessi 22 ára drengur frá Bryne í Noregi hefur með frammistöðu sinni í byrjun tímabilsins gert lítið úr þeirri skoðun margra að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta sem fyrirfinnst. Haaland gerði sína þriðju þrennu þegar Man City vann glæstan 6-3 sigur á nágrönnum sínum í Man Utd í gær. Þetta var þriðji heimaleikurinn í röð sem Haaland skoraði þrennu í og hefur það aldrei gerst áður í úrvalsdeildinni. Þrjár þrennur í fyrstu átta leikjum deildarinnar er að sjálfsögðu einsdæmi í enska boltanum en sá sem átti áður metið yfir að vera fyrstur til að skora þrjár þrennur í ensku úrvalsdeildinni var Michael Owen og þurfti hann 48 leiki til að ná því. Eins og sjá má hér fyrir neðan eru þetta engin smástirni sem Norðmaðurinn er að slá við með þessari ótrúlegu byrjun sinni. Quickest player to reach 3 Premier League hat-tricks: Erling Haaland (8 games) Michael Owen (48 games) Ruud van Nistelrooy (59 games) pic.twitter.com/CPxviI69PB— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2022 Peter Schmeichel hefur mætt flestum af bestu framherjum sögunnar og hann telur Haaland vera algjörlega einstakan leikmann. „Þú sérð marga toppframherja í honum einum. Hann hefur alla eiginleikana,“ segir Schmeichel og heldur áfram. „Það mikilvægasta fyrir góðan framherja er þolinmæði. Ég spilaði gegn mörgum af bestu framherjunum og þegar þeir klúðra færum er tíminn sem þú sem markmaður þarft virkilega að einbeita þér.“ „Cristiano Ronaldo og Filippo Inzhagi. Þeir gátu alltaf látið sig hverfa og svo allt í einu voru þeir komnir í dauðafæri.“ „Þegar þú horfir á Haaland sérðu alla góðu eiginleikana frá bestu framherjum samtímans. Hann skorar mörk í líkingu við það sem Zlatan getur gert. Hann hefur líka það sem Ronaldo (innsk. Frá Brasilíu) hafði,“ segir Schmeichel. „Þess vegna er hann svo hættulegur. Flestir af þessum bestu höfðu sitt einkenni en hann er með þetta allt í vopnabúrinu sínu,“ segir Schmeichel. Erling Haaland (14) already has twice as many Premier League goals as the next highest scorer Harry Kane (7).Eyes on the prize pic.twitter.com/5cV8OWtWjM— B/R Football (@brfootball) October 2, 2022 Pep Guardiola, stjóri Man City, hafði orð á því eftir sigurinn gegn Man Utd að tölfræði Norðmannsins væri í fullri hreinskilni, ógnvekjandi (e. scary). Tölfræðin með Man City (11 leikir - 17 mörk) er framhald af því sem Haaland hefur gert hjá Red Bull Salzburg (29 leikir - 27 mörk) og Borussia Dortmund (89 leikir - 86 mörk) auk þess sem kappinn hefur gert 21 mark í 23 landsleikjum fyrir Noreg.
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira