Fótbolti

Benzema brenndi af vítaspyrnu og Real Madrid ekki lengur með fullt hús stiga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svekktur.
Svekktur. vísir/Getty

Spánarmeistarar Real Madrid fóru illa að ráði sínu þegar þeir fengu Osasuna í heimsókn í síðasta leik helgarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Madridingar með fullt hús stiga þegar kom að leik kvöldsins.

Vinicius Junior kom Real Madrid í forystu undir lok fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu David Alaba.

Kike jafnaði metin fyrir Osasuna í upphafi síðari hálfleiks og það sem eftir lifði leiks lagði Real Madrid allt kapp í sóknina til að sækja sigurinn.

Á 78.mínútu var vítaspyrna dæmd og rautt spjald á David Garcia, varnarmann Osasuna. Karim Benzema steig á vítapunktinn en klúðraði spyrnunni.

Osasuna tókst að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Barcelona er því á toppnum á Spáni að sjö umferðum loknum með 19 stig, eins og Real Madrid, en Katalóníustórveldið er með betri markatölu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.