Fótbolti

Atalanta heldur í við Napoli á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ademola Lookman og Luis Muriel fagna sigurmarki þess fyrrnefnda.
Ademola Lookman og Luis Muriel fagna sigurmarki þess fyrrnefnda. vísir/Getty

Atalanta er enn taplaust eftir fyrstu átta umferðirnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Í dag fékk liðið Fiorentina í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Eina mark leiksins kom eftir klukkutíma leik þegar enski sóknarmaðurinn Ademola Lookman skoraði eftir undirbúning Luis Muriel.

Atalanta hefur 20 stig líkt og topplið Napoli þegar átta umferðum er lokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.