Enski boltinn

Trossard tók nýja stjórann á orðinu með þrennunni á Anfield

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leandro Trossard.
Leandro Trossard. vísir/Getty

Óhætt er að segja að belgíski sóknarmaðurinn Leandro Trossard fari vel af stað undir stjórn Roberto de Zerbi sem tók við stjórnartaumunum hjá Brighton á dögunum.

Trossard skoraði magnaða þrennu í 3-3 jafntefli Brighton og Liverpool á Anfield í gær og skoraði þar með sína fyrstu þrennu í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur leikið fyrir Brighton undanfarin þrjú tímabil.

Roberto de Zerbi tók nýverið við stjórnartaumunum hjá Brighton og hann uppljóstraði um sín fyrstu samskipti við Trossard eftir jafnteflið á Anfield í gær.

„Ég sendi á hann skilaboð í landsleikjahléinu þar sem ég sagði við hann að hann þyrfti að bæta því við leik sinn að skora fleiri mörk. Hann svaraði því ágætlega,“ sagði de Zerbi, sposkur á svip.

Trossard hefur skorað 23 mörk í 111 leikjum fyrir Brighton.


Tengdar fréttir

Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool

Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna.

Klopp: „Við verðum að gera betur“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki nógu sáttur eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdieldinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lenti 0-2 undir snemma leiks, snéri leiknum við og komst í 3-2, en kastaði sigrinum frá sér á lokamínútunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.